Athafnamaður í sinni smiðju,
stundar þar sína daglegu iðju.
Vanafastur hjá flestum hver dagur,
fríkað mannlíf og stórborgarbragur.

Þúsund andlit
og ég veit ekki hvar ég er.
Þúsund andlit
og ég veit ekki hver ég er.

Á grásvörtu malbiki mennirnir aka,
í dómhúsi menn eru dregnir til saka.
Fréttir í blöðum  sem bjóða þér hrylling,
blóðugir glæpir og stórborgarspilling.

Þúsund andlit
og ég veit ekki hvar ég er.
Þúsund andlit
og ég veit ekki hver ég er.

Geigvænleg mannvirki gnæfa upp til skýja,
frá grimmdarleik dagsins nær enginn að flýja.
Allir hafa sín verðmæti að verja,
valdastéttin er alltaf að herja.

Þúsund andlit
og ég veit ekki hvar ég er.
Þúsund andlit
og ég veit ekki hver ég er.

Á þeim svörtu þrífast ýmsar yfirstéttir,
ekki eru allir á sama planið settir.
Hungrið, baráttan, tilverubaslið,
þeir bágstöddu þrífast innan um draslið.