Tvær hendur tómar
Lag og texti: Halli Reynis
Jörðin mín liggur á landi Indíánanna.
Lífsskoðanir Ramsey mér koma ekki við.
Landnemans bölvun er reiði rauðskinnanna,
rætur skrælingjanna, hann segir að liggi hér.
Við erum komin í kapphlaup um landið,
kotbændur frá Íslandi með hörkunnar blóð.
Tvær hendur tómar, engin slóð.
Við komum til að vera, erum ekki að fara,
að Íslands strönd til baka er langur vegur heim.
Frumherjans örlögum ætlum að svara,
aðeins njóta þeirra kjara sem réttur okkar er.
Við erum komin í kapphlaup um landið,
kotbændur frá Íslandi með hörkunnar blóð.
Tvær hendur tómar, engin slóð.
Við komum til að vera, erum ekki að fara,
að Íslands strönd til baka er langur vegur heim.
Frumherjans örlögum ætlum að svara,
aðeins njóta þeirra kjara sem réttur okkar er.
Við erum komin í kapphlaup um landið,
kotbændur frá Íslandi með hörkunnar blóð.
Tvær hendur tómar, engin slóð.
Við erum komin í kapphlaup um landið,
kotbændur frá Íslandi með hörkunnar blóð.
Tvær hendur tómar, engin slóð.
Tvær hendur tómar, engin slóð.