Gæðakapphlaupskynslóðin
Lag & texti: Halli Reynis
Tímarnir breytast og mennirnir með,
margir hafa undrast: Hvað hefur skeð?
Hátt rísa veggir, með viskunnar mátt,
vegir andans liggja í aðra átt.
Við viljum ekki vakna.
Við viljum ekki sjá.
Við viljum ekki hlusta,
sannleikann á.
Við áttum kjarkinn, þóttumst hugaðir en
höfðum enga vörn,
hreyfðum okkur í takt við tímann,
við vorum nútímabörn.
Þú hvarfst inní tómið, tapaðir slóð,
týndur veruleikanum, með kulnaða glóð.
Þú vilt ekki vakna.
Þú vilt ekki sjá.
Þú vilt ekki hlusta,
sannleikann á.
Flestir fóru að basla, byggja sér hús,
berjast við peninga, “á skuldugum blús.”
Ég fór í þá átt, elti öll hin.
Öll við erum Gæðakapphlaupskynslóðin.
Þú vilt ekki vakna.
Þú vilt ekki sjá.
Þú vilt ekki hlusta,
sannleikann á.