Við mínar sálarstrendur
Lag & texti: Halli Reynis
Hún er fegurðin og feigðin í senn.
Hún fer í gegnum mínar hendur.
Brotsjór sem brýtur menn.
Brimrótið við mínar sálarstrendur.
Brimrótið við mínar sálarstrendur.
Af hennar vörum fæ ég kaldan koss,
hún kvelur mig og hefur af mér völdin.
Í krafti sínum smíðaði hún mér kross
ég krýp við hann og signi mig á kvöldin.
Ég krýp við hann og signi mig á kvöldin.