Konan í skóginum
Lag & texti: Halli Reynis
Dagaarnir komu úr annari átt,
allt sem þú hefur er loforð um sátt.
Þú fórst inn í skóginn, frá lífinu labbaðir burt.
Blómið í hjartanu að vökva,
þessa hreinu og viðkvæmu jurt.
Í ljóðrænni veröld er lífið tært,
litirnir mjúkir vefja þig kært.
Draumarnir vaka og hjartsláttur dagsins er ör.
Alllt fær sinn tíma, stund og stað
og sannleikurinn svör.
Skógurinn ilmar af ást og sól
og einfaldar hugsanir leita í skjól.
Tónlistin hljómar svo rétt og opna þér dyr.
Þú þráir að snerta þá strengi
og elska sem aldrei fyrr.