Öðruvísi en ég
Lag: Halli, Guðni Hannesson / Texti: Halli
Þú óttast ekki aðra, þó sértu oftast einn,
svo þunghugsinn í þínum heimi.
Þú talar um heimspeki, guð og margt annað,
fyrir flestu fólki lokuð bók, þér ég aldrei gleymi.
Þú vilt vita margt, þú vilt vera fróður,
afskaplega rólegur, saklaus og góður.
Enginn veit meira þótt betur þér ég lýsi,
inn í hópinn aldrei tekinn, því þú varst öðruvísi.
Þú kemur til dyranna eins og þú ert klæddur,
lífinu vilt lifa og aldrei hræddur.
Þú segir líttu í kringum þig allir eru eins,
að vera öðruvísi en maður er, er ekki til neins.
Þú vilt vita margt, þú vilt vera fróður,
afskaplega rólegur, saklaus og góður.
Enginn veit meira þótt betur þér ég lýsi,
inn í hópinn aldrei tekinn, því þú varst öðruvísi.
Þú íhugar svo margt í tilverunni,
kannar sérhvern stað,
staldrar stutt við hverju sinni, svo ertu á förum.
Það er svo margt sem hugur þinn leitar að,
eflaust er það ástæðan að þú ert á hvers manns vörum.
Þú vilt vita margt, þú vilt vera fróður,
afskaplega rólegur, saklaus og góður.
Enginn veit meira þótt betur þér ég lýsi,
inn í hópinn aldrei tekinn, því þú varst öðruvísi.