Iðunn og Valgarður
October 16, 2024
Fannar Freyr Eggertsson
October 16, 2024

Örn Hjálmarsson

Ég var staddur erlendis þegar mér bárust þær hræðilegu fréttir að Halli vinur minn og félagi
væri látinn. Við kynntumst fyrir rúmum 20 árum þegar hann kom að máli við mig og bað mig um að spila með sér eina helgi. Eftir það urðum við góðir vinir og unnum mikið saman í tónlist.

Við ferðuðumst um landið vítt og breitt og spiluðum tveir saman. Tók ég þátt í þremur hljómplötum hans sem er mér mjög dýrmætt. Halli var mjög flinkur tónlistarmaður, góður gítarleikari, söngvari og afbragðs textahöfundur. Það var eins og lög og textar rynnu frá
honum fyrirhafnarlaust. Halli var að upplagi trúbador og hafði einstaka hæfileika til að ná til
fólks með einlægni sinni og látlausri framkomu.

Það er þungbært að horfa á eftir góðum vini hverfa af sjónarsviðinu langt fyrir aldur fram. Ég á eftir að sakna hans mikið og kveð hann með sorg í hjarta. Tónlist hans mun lifa og ylja okkur sem eftir lifum.

Sendum við Linda Steinunni og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. 

Örn Hjálmarsson. 

Örn Hjálmarsson
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar.
Nánar