Plata vikunnar á Rás 2 – Sagan á bakvið plötuna og lögin
October 9, 2024
Sunnudagssögur á Rás 2 – 8.9.2019
October 9, 2024

Söngur vesturfarans – síðasta plata Halla

Kæru vinir.

Það er okkur mikil ánægja að segja ykkur frá því að „Söngur vesturfarans“ er komin út. Síðasta platan hans Halla okkar ❤

Platan sem hann lagði grunninn að með meistaraverkefninu sínu árið 2015, tók upp uppkast af (demó) árið 2017 og ætlaði að byrja upptökur á haustið 2019. Við tókum upp þráðinn s.l. haust, reyndum að vanda okkur og hér er afraksturinn.

Halla dreymdi alltaf um að gera eitthvað meira úr þessu verkefni eftir að platan kæmi út. Hann sá fyrir sér leikhús, tengingu við Íslendingaslóðirnar í vesturheimi og auðvitað kennsluefni. Þeir draumar fá að vera draumar áfram en hver veit nema þessi lög og ljóð verði einhverjum innblástur til sköpunar.

Ef þið hafið áhuga á að eignast diskinn þá getið þið t.d. sent okkur póst á hallireynis@hallireynis.is eða haft samband við eitthvert okkar á annan hátt (í síma eða á facebook) og við sendum ykkur þá eintak um hæl. Diskurinn kemur svo út á Spotify á allra næstu dögum.

Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir
Sigurður Sigurbjörnsson
Gunnlaugur Reynisson
Steinar Haraldsson
Reynir Haraldsson
Sölvi Haraldsson

Söngur vesturfarans – síðasta plata Halla
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar.
Nánar