Sveitin min heitir Breiðholt
Lag & texti: Halli Reynis
Sveitin mín heitir Breiðholt, þar hef ég búið alla tíð.
Hún byggðist upp af hugsjón löngu fyrir stríð.
Móarnir voru grafnir upp, malbikað yfir allt
og milljón rúmmetra steypublokkirnar byggðar svo engum yrði kalt.
Ég man göturnar á milli húsanna sem geyma sporin mín.
Gráar og þreyttar húsmæður að öskra á börnin sín.
Lífernið í blokkinni sem var oftast tekið með stæl.
Ljótar og fallegar uppákomur, fuglasöng og sírenuvæl.
Þú kemur úr sveit sem er allt öðruvísi en mín.
Það er útsýn út á fjörð og tignarleg fjallasýn.
En efnishyggjan blæddi inn í þinn bláa fjallasal,
með blóðsugum að sunnan sem vita ekki aura sinna tal.
Hóllinn þinn er farinn sem þú hafðir mætur á.
Heimreiðin er læst og lítið annað þar að sjá,
en þar er Breiðholtsbúi á jeppa þar sem óðalssetur rís,
þar fær hann að vera kóngur og hann kallar það Paradís.